
Þetta er alveg ægilega ljúffengur réttur. Grænmeti, pestó, kjúklingur, glás af osti – mmm, hérna getur ekkert klikkað. Uppskriftin dugir fyrir 3-4.
Pestókjúklingur
450 gr kjúklingalundir (ég nota frosnar)
1 krukka pestó
1 krukka fetaostur
1/2 krukka svartar ólívur
3 tómatar
1 gul paprika
fáeinir sveppir
rifinn ostur
Léttsteikið kjúklingalundirnar á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Komið þeim síðan vel fyrir í eldföstu móti.
Ég mæli með hefðbundnu pestói fyrir viðkvæma. Þetta var sterkt. Mjög.
Smyrjið pestóinu yfir kjúklinginn. Hellið fetaostinum yfir og leyfið sirka tveimur matskeiðum af olíunni að fylgja.
Grænmetið ofan á herlegheitin.
Rifinn ostur yfir og inn í ofn á 180° í 25-30 mínútur.
Tengdar greinar:
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum – Uppskrift
Ofnbakað pasta með nautahakki – Uppskrift
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.