Ég er agalega veik fyrir bókahillum. Af öllum stærðum og gerðum. Ég er einnig með skelfilega söfnunaráráttu þegar kemur að bókum. Ég les ekki allar bækurnar sem ég kaupi, ó nei. Það er bara svo agalega spekingslegt að eiga góðan stafla.
Þegar ég er ekki í Kolaportinu að versla mér hræódýrar og misgáfulegar bókmenntir þá hangi ég á netinu að skoða bókahillur.
Ef eldhúsið mitt væri ekki á stærð við smávaxinn kústaskáp þá ætti ég þessa hillu.
Ein dálítið retro og dásamlega fín.
Virkilega skemmtileg hugmynd.
Veit ekki með þessa – finnst píanóið vera svolítil fórn sko.
Þessar væru sætar í barnaherbergið.
Þessi hilla er búin til úr gömlum hjólabrettum. Góð hugmynd það.
Þessi er heimasmíðuð og algjör draumur.
Skoðaðu fleiri hérna:
Tengdar greinar:
8 fermetra íbúð með allt til alls
15 hlutir sem þú getur nýtt á annan hátt – Myndir
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.