Skeggtískan sem virðist vera allsráðandi á Íslandi virðist ekki hafa farið framhjá leikmönnum í Olís-deild karla í handknattleik.
Mikill fjöldi leikmanna skartar skeggi en menn prófa sig áfram í ýmsum mismunandi stílum.
Sport.is tók saman lista yfir nokkra af best „skeggjuðu” mönnum deildarinnar.
Kári Kristján Kristjánsson hefur skartað glæsilegu skeggi í vetur og virðist vera með hrikalega góða og þétta skeggrót. – Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Matthías Árni Ingimarsson, leikamður Hauka leggur greinilega mikla vinnu í sitt skegg. Það er alltaf mottumars hjá Matta.
Sverre hefur skartað skegginu í mörg ár og maður á hreinlega erfitt með að ímynda sér hann án skeggsins.
HK er kannski að falla í deildinni en Þorgrímur Smári Ólafsson fær enga falleinkun fyrir þetta skegg.
Guðmundur Hólmar Helgason er góður í handbolta og með þessa skeggrót! Talandi um að maðurinn uppi hafi gefið með báðum höndum – Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.
Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, er farinn að vinna með þetta skegglúkk.
Guðni Ingvarsson, leikmaður ÍBV, er oft vel skeggjaður þó það sjáist kannski ekki vel á þessari mynd.
Smelltu hér til að sjá fleiri flotta, íslenska gaura með skegg
Tengdar greinar:
LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku
Hot Dudes Reading: Gáfumannaklám tröllríður Instagram
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.