Nýjustu fregnir herma að Kendall Jenner hafi verið að gera stóran samning við tískumerkið Calvin Klein. Það má með sanni segja að Kendall sé að taka tískuheiminn með trompi. En ungfrú Jenner er einnig andlit Esteé Lauder.
Kardashian-systurnar eru svo sem ekki þekktar fyrir að vera neitt að tvínóna við hlutina.
Með þessum samningi fetar Kendall í fótspor kvenna eins og Brooke Shields og Kate Moss. Ekki slæmt það!
Tengdar greinar:
Kendall Jenner: 19 ára og á íbúð sem kostar 186 milljónir
Kendall Jenner (19) er nýjasta andlit Estée Lauder
Kendall Jenner lögð í einelti af öðrum fyrirsætum