9 rosalega játningar frá mömmum

Þessar játningar eru allar frá mæðrum og var safnað saman á síðunni CafeMom. Þetta eru ótrúlegar játningar og viðbrögðin sem þær fá á síðunni eru ekki síður ótrúleg, oft á tíðum.

 

twins

Ég skil tvíburana mín eftir eina heima 

Ég skil 5 mánaða gamla tvíburana mína eftir heima, meðan ég skutla vinkonu minni heim. Ég er bara í 5 mínútur í burtu og ég veit að ekkert kemur fyrir þá meðan ég er í burtu því þeir eru steinsofandi

 

Lesendur segja:

„Gerirðu þér grein fyrir því hvað getur gerst á 5 mínútum?“

„Mér er sama þó ykkur finnist ég dómhörð en þetta er algjört brjálæði!“

„Ég viðurkenni að ég hef íhugað þetta sjálf. Það er svo mikill óþarfi að vekja þau þegar maður er bara í burtu í nokkrar mínútur.“

 

 

Ég leyfi barninu mínu að vera með óhreina bleiu

Ég skipti ekki á barninu mínu á nóttunni. Ég er of þreytt. Á morgnana er bleian svo full af pissi eingöngu, eða pissi og kúk. Hann er að fá mikil útbrot eftir bleiuna og ég laug að lækninum að ég vissi ekki af hverju hann væri svona rauður á rassinum.

Lesendur segja:

„Hér er mín hugmynd mamma. Taktu laxerolíu og vertu svo með fullorðinsbleiu í sólarhring án þess að skipta og sjáðu hvort þér finnist þetta ennþá í lagi eftir það!“

„Óhreinar bleiur eru ekki að fara að vera partur af lífi þínu að eilífu, svo komdu þér á fætur og vertu góð, yndisleg, ástrík og þreytt mamma, þessi tími líður svo hratt!“

 

Ég skil barnið mitt eftir eitt í baði

Sonur minn er að verða 2 ára og hefur fengið að vera einn í baði að leika sér. Ég hef leyft honum þetta í mánuð en honum finnst gott að vera lengi í baði. Ég hef nóg af öðrum hlutum að gera og var orðin þreytt á að „berjast“ við hann til að koma uppúr. Nú er hann í baði og ég er í næsta herbergi að brjóta saman þvott eða að laga til og ég er aldrei langt í burtu, en ég stend ekki heldur yfir honum heldur.

Lesendur segja:
„Dóttir mín er að verða þriggja ára og kann að synda… svo það eina sem ég þarf að hafa áhyggjur af er að hún tæmi út sjampó-inu mínu ofan í baðið.“
Ég held að mestu máli skipti hversu þroskað barnið er. Sum börn á þessum aldri skilja mjög mikið og hafa samskipti, á meðan önnur börn eru miklu meiri smábörn. Þú verður bara að þekkja þitt barn.“

„Dóttir mín er þriggja og hálfs árs og ég fer ekki í eina sekúndu út af baðinu, á meðan hún er í baði, ekki einu sinni þegar vatnið er að renna úr þvi“

179724239

Ég er í fríi en ég fer samt með barnið á leikskólann

Ég og maðurinn minn erum að fara í  nokkurra daga frí frá vinnu og við ætlum samt að fara með barnið okkar á leikskólann, einn af þessum dögum. Við erum að borga fyrir þessa dvöl hennar þarna og við erum aldrei barnlaus. Stundum er gott að fá dag fyrir okkar. Hún getur leikið og litað og skemmt sér, svo það er enginn skaði skeður.

Lesendur segja:

 „Þið þurfið að fá smá pásu. Þið verðið bara enn glaðari og spenntari að sjá hana eftir á :)“

„Af hverju að eignast börn yfir höfuð ef þú vilt að einhver annar ali það upp fyrir þig….“

„Það er enginn dagur fyrir mig, eftir að ég ákvað að verða móðir“

 

Ég leyfi barninu mínu að leika sér úti án mín

Ég bý í rólegu hverfi með mjög mikið af eldri borgurum og það er girðing í kringum garðinn okkar. Ég leyfi þess vegna barninu mínu að leika sér úti með hundunum okkar tveimur, en hundarnir gelta ef einhver kemur nálægt húsinu okkar. 

Lesendur segja:

 „Þetta myndi ég aldrei gera. Það er alltof mikið af klikkuðu fólki í þessum heimi, barnaníðingar, mannræningjar, morðingjar…. og þeir myndu ekki hika við að meiða barnið þitt.“

„Ef ég væri með girðingu í kringum garðinn minn, myndi ég leyfa mínu 3 ára barni að leika sér þar án mín.“


yawning-sleeping-rex

Börnin mín fara að sofa eftir miðnætti

Ég á þrjú börn undir þriggja ára og við förum öll að sofa eftir miðnætti og vöknum um kl 11 daginn eftir.

 
Lesendur segja:
„Ef þú er heimavinnandi móðir og þau eru ekki á leikskóla þá skiptir þetta engu máli.“
„Ég get ekki ímyndað mér að ég gæti verið ánægð með þetta. Þegar klukkan er orðin 20 hjá mér þá VERÐ ég að láta krakkana mína fara að sofa. Ég hef verið heima með þeim allan daginn og ég er búin á því og þarf bara þögn. Ég þarf að eiga tíma ein með manninum mínum. Ég væri ekki hamingjusöm ef ég hefði ENGAN tíma fyrir mig á kvöldin.“
sad 4

Ég vildi að ég hefði aldrei eignast barn

Ég vildi að ég hefði farið í ófrjósemisaðgerð og aldrei eignast barn. Mér líkar það ekki að allur minn dagur fari í að gera hluti sem ég hef engan áhuga á. Ég elska barnið mitt eins og allar mömmur elska börnin sín og ég myndi gera allt fyrir  hann, en mér finnst ekki gaman að vera mamma.

 

Lesendur segja:

„Það eru alveg dagar þar sem ég er mjög þreytt…. en ég er ánægð að hafa eignast bæði mín börn. Ég skil hreinlega ekki af hverju henni finnst ekki gaman að vera mamma. Ég ELSKA að vera mamma.“

„Mér líður stundum svona. Þetta er yfirþyrmandi fyrir okkur allar á einhvejum tímapunkti.“

 

 Managing-Medicine-in-Chicago

Ég hef gefið börnunum mínum lyf til að þau fari að sofa

Ég hef gefið börnunum mínum ofnæmislyf (Benadryl) til þess að þau sofni snemma þegar ég hef ekki getað meira. Ég þurfti að fá svefn en ég hef bara gert þetta einu sinni eða tvisvar og þá gaf ég þeim bara lítinn skammt.

 

Lesendur segja:

 „Við höfum grínast með þetta þegar krakkarnir eru í ham og eiga að fara að sofa en við myndum ALDREI gera þetta“

„Hef aldrei gert þetta og myndi aldrei gera það. Samt sem áður, ef þessi mamma hefur gert þetta einu sinni á ævinni, þá tel ég þetta ekki það VERSTA sem þú getur gert sem foreldri.“

 

Ég er að plata manninn minn í að eignast annað barn

Ég á 6 mánaða gamalt barn og mig langar í annað barn en maðurinn minn er ekki á sama máli. Hann skiptir um uumræðuefni í hvert skipt sem ég tala um það. Hann veit ekki af því, en ég er hætt að taka getnaðarvarnarpilluna og tæli hann til að sofa hjá mér þegar ég er með egglos

Lesendur segja:
„Vá þetta kallar maður gildru. Nei ég myndi aldrei gera þetta. Ef ég eignast annað barn þá ætti það að vera af því okkur langar BÆÐI í annað barn“
„Þetta er sjálfselska, ruglað og virðingarleysi gagnvart sambandinu“
SHARE