Kannski finnst sumum ógeðfellt að foreldrarnir skulu hafa tekið þennan atburð upp á myndband. En fólk missir börn á hverjum einasta degi og það er allt í lagi að sýna hvaða kringumstæður þarf að takast á við þegar slíkur sorgaratburður á sér stað. Það eru ekki einungis foreldar sem þurfa að glíma við nístandi sorgina sem fylgir barnamissi. Oft eru systkini til staðar líka. Systkini sem þarf að reyna að koma í skilning um hvað nákvæmlega átti sér stað. Af hverju kemur litla barnið, sem beðið var eftir með svo mikilli eftirvæntingu, ekki heim með mömmu og pabba af spítalanum?
Myndbandið sýnir 4 ára pilt kveðja litlu systur sína sem fæddist andvana í þennan heim. Skelfilega sorglegt og alls ekki fyrir viðkvæma.
Tengdar greinar:
Dapurlegasta kveðjan: Syrgjandi foreldrar festir á filmu með deyjandi börnum sínum
Allir hafa sína leið til að syrgja – Reynsla lesanda af sorginni