Cassandra Naud er frá Kanada og er 22 ára atvinnudansari en hún fæddist stóran fæðingarblett undir hægra auga. Foreldrar hennar ákváðu að láta ekki fjarlægja fæðingarblettinn svo hún myndi ekki fá stórt ör í staðinn. Cassandra hefur hinsvegar ekki viljað láta taka fæðingarblettinn af og segir að hann hjálpi henni að vera eftirminnileg í dansinum.
Sjá einnig: Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól
Cassandra segist kunna að meta það að vera einstök og segir að þetta hjálpi henni í bransanum, þrátt fyrir að hafa verið ráðlagt að láta fjarlægja blettinn, af fagaðilum á umboðsskrifstofum. „Fæðingarbletturinn fer í gegnum nokkur lög af húð og lýtaaðgerð var eina leiðin til að taka blettinn af. Læknarnir sögðu við foreldra mína að ég gæti fengið ör og gæti jafnvel verið með latt auga eftir svona aðgerð,“ segir Cassandra og bætir við að þetta sérkenni hafi aldrei hamlað henni á nokkurn hátt.
Sjá einnig: Hvað veist þú um húðkrabba?
Fólk gengur upp að Cassandra á götunni til að spyrja hana út í blettinn hennar og hún segist ekki kippa sér upp við það, en hún hefur ekki alltaf átt auðvelt með þetta því hún lenti í töluverðu einelti í skóla. „Það var sagt við mig að hárin á blettinum væru ógeðsleg og ég yrði pottþétt lamin í framhaldskóla,“ segir Cassandra. Hún pantaði einu sinni tíma hjá lýtalækni þegar hún var yngri en þegar hún fékk að vita að hún gæti fengið ljótt ör eftir aðgerðina, hætti hún alveg við að láta taka blettinn og tók hann í sátt.
„Mörg hlutverk krefjast þess að þeir sem eru í þeim líti á ákveðinn hátt út. Ég myndi aldrei vera ráðin af Disney til dæmis, því þeir vilja að fólk sé með „fullkomið“ útlit. Það er allt í lagi,“ segir þessi fallega, jákvæða stúlka.