Það gerist eiginlega ekki einfaldara en er ótrúlega gott. Pasta í boði Ljúfmeti.com
Einfalt pylsupasta
- 10 pylsur
- 1 laukur
- 1-2 grænar paprikur
- 1 dós sýrður rjómi
- 3 dl matreiðslurjómi
- krydd lífsins frá Pottagöldrum
- basil
- oregano
- timjan
- cayenne pipar
- salt
- smjör
Skerið pylsur í bita og laukinn smátt. Steikið upp úr smjöri á pönnu. Bætið rjóma og sýrðum rjóma á pönnuna ásamt kryddum. Að lokum er fínhökkaðri papriku bætt út í og látið sjóða þar til hún verður mjúk. Berið fram með pasta.