Kærustuparið Íris Ösp Heiðrúnardóttir og Karl Ottosen Faurschou (Kaali) lögðu heldur mikið á sig í þeirri von um að hreppa ferð til Balí þegar þau tóku þátt í #éghefaldrei leiknum sem símafyrirtækið Nova stendur fyrir á Instagram þessa dagana. Parið sem er búsett í Nuuk á Grænlandi skellti sér út í frostið og beruðu þau sig til þess eins að smella af myndum til að senda inn í leikinn, en einn heppinn þátttakandi vinnur 17 daga ferð fyrir tvo til indónesísku eyjunnar með ferðaskrifstofunni Útvilek.
Sjá einnig: grænland
„Kaali er frá Grænlandi og höfum við búið hér í miðbæ Nuuk í tvö ár. Við vitum fátt skemmtilegra en að ferðast og síðustu tvö sumur fórum við í gegnum 22 lönd með lest og enduðum meira að segja á því að fá okkur tattoo af lest á kálfana“ segir Íris.
Sjá einnig: Hún eldar nánast nakin á Youtube: Vill vekja áhuga karlmanna á eldamennsku
Til þess að eiga möguleika á að vinna ferðina til Balí verður gjörningurinn að vera myndaður á tímabilinu 18. mars – 18. apríl og fara á þeim tíma inn á Instagram ásamt merkingunni #éghefaldrei. Íris segir þau Kaali krossa fingur og vonast til að þau hreppi ferðina, „Við erum að flytja til Íslands í sumar og sjáum ekki fram á að geta farið í brjálað sumarfrí. Við sáum því þarna gullið tækifæri til að gera eitthvað sem við höfum aldrei gert og það sem meira er komast í sandinn og sólina á Balí“.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.