Allt sem viðskiptavinir BESTSELLER versla þann 10. apríl verður gefið til góðgerðarmála

BESTSELLER stendur fyrir alþjóðlegum góðgerðardegi þann 10. apríl næstkomandi, fyrir öll vörumerki um allan heim. “Einn dagur þar sem við sameinumst og gerum gott”

Viðburðurinn heitir GIVE-A-DAY eða GEFUM DAG á íslensku og gengur einfaldlega út á það að allt sem viðskiptavinir BESTSELLER versla fyrir í verslunum þennan dag, 10. apríl næstkomandi verður gefið til góðgerðarmála.

50% af allri sölu verslana okkar hér á Íslandi mun renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50% til alþjóðlegrar samtaka, UNICEF, GAIN og Save the Children/Barnaheill.

Krabbameinsfélag Íslands

Krabbameinsfélags Íslands er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini með því að auka þekkingu á sjúkdómnum, efla rannsóknir, leita að krabbameini á byrjunarstigi og styðja framfarir í meðferð krabbameins og umönnun krabbameinssjúklinga. Segja má að Krabbameinsfélagið hafi einkum helgað sig forvörnum gegn krabbameini en heilbrigðisþjónusta hins opinbera fáist að mestu leyti við meðferð sjúkdómsins.

En hvert munu peningarnir fara?

Krabbameinsfélagið mun nota þá fjármuni sem safnast í fjáröflunarátakinu GEFUM DAG til þess að efla og bæta símaráðgjöf Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Í þessari þjónustu felst að koma til móts við fólkið í landinu sem hringir inn með fyrirspurnir um krabbamein eða sendir inn tölvupóst.

Ætlunin er að einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra geti leitað eftir svörum við ýmsum spurningum sem tengjast t.d forvörnum, einkennum, meðferð og hvaða þjónusta er í boði, óháð því hvar þeir eru staddir á landinu.

Til þess að mæta þessari þörf þarf bæði tækjabúnað og fagmenntað fólk. GEFUM DAG mun gera þetta mögulegt og bæta þannig þjónustu við stóran hóp fólks sem á stuðning okkar skilinn.

„Við hjá BESTSELLER búum við þau forréttindi að hafa kost á því að hafa jákvæð áhrif á aðra og heiminn sem við búum í. fiess vegna höfum við ákveðið að gefa til baka til samfélagsins, þess samfélags þar sem viðskiptavinir hafa hjálpað okkur að dafna í,“ segir Mogens Werge talsmaður BESTSELLER í Danmörku.

Markmið “GIVE A DAY” er að gefa aftur út til samfélagins, þess samfélags sem hjálpað hefur BESTSELLER að byggja upp velgengni sína, og til þeirra sem eru í nauð. Við erum ákaflega stolt að fá að taka þátt í eins veigamiklu verkefni og þessu. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera þennan dag eins eftirminnilegan og kostur er og hvetjum við alla til að koma og hjálpa okkur að leggja málefninu lið.

 

Við hjá Hún.is hvetjum ykkur, lesendur góðir, til að taka þátt í þessu verkefni með að versla eitthvað af Bestseller þann 10. apríl og taka þannig þátt í þessu verðuga verkefni.  

Screen Shot 2015-04-08 at 3.57.58 PM

SHARE