Dóttir leikarans Johnny Depp og fyrrverandi kærustu hans Vanessa Paradis vann aldeilis í genalottóinu. Hún er nú orðin 15 ára gömul og strax orðin fyrirsæta. Hún byrjar á toppnum og var fyrirsæta á sýningu Chanel sem haldin var nú á dögunum í New York. Við hjá NUDE höfum á tilfinningunni að Lily-Rose Melody Depp verði næsta „It“ stelpan.
Glæsileg stelpa
Við erum öfundsjúkar útí þessar fallegu augabrúnir. Nú má Cara fara að passa sig.