Guðdómlega gómsætar vöfflur með vanilluís, rjóma & Rommýsúkkulaðisósu

Jæja, það er kominn sunnudagur. Skítkaldur sunnudagur. Ef það er ekki tilefni til þess að henda í fáeinar vöfflur handa hungruðum heimilsmönnum, þá veit ég ekki hvað. Ekki er verra að setja væna slettu af rjóma á herlegheitin. Dálítið af vanilluís líka. Og svo rúsínan í pylsuendanum: ROMMÝSÓSA. Guð á himnum. Að bræða Rommý með dálitlum rjóma, þessi sósa sko – þig á eftir að langa að smyrja henni á þig og þvo þér svo eins og köttur. Svona næstum.

Sjá einnig: Brjálæðislega góðar vöfflur með vanilluís og Bingókúlusósu

IMG_0634

Rommelsbacherinn var rifinn fram. Þessi elska.

IMG_0641

Vöfflumixið góða. Sunnudagur er hvíldardagur – bannað að vaska upp.

IMG_0642

Mmm, Rommi bakar vöfflurnar eiginlega á ljóshraða.

IMG_0644

Setjum fimm stykki af unaðslegu Rommý í pott.

IMG_0645

Tæplega desilíter af rjóma fer í pottinn líka. Hitið við vægan hita þangað til súkkulaðið bráðnar.

IMG_0646

Rjómi neðst. Vanilluís þar ofan á. Og svo nóg, já alveg feikinóg af Rommýsósu yfir allt saman. Svo má deyja og fara til himna. Alveg beinustu leið.

IMG_0668

Þessar verður þú að prófa. Núna strax. Einn, tveir og áfram gakk!

Sjá einnig: Dæmalaust djúsí vöfflur löðrandi í Kaffisúkkulaðisósu og rjóma

SHARE