Jæja, það er kominn sunnudagur. Skítkaldur sunnudagur. Ef það er ekki tilefni til þess að henda í fáeinar vöfflur handa hungruðum heimilsmönnum, þá veit ég ekki hvað. Ekki er verra að setja væna slettu af rjóma á herlegheitin. Dálítið af vanilluís líka. Og svo rúsínan í pylsuendanum: ROMMÝSÓSA. Guð á himnum. Að bræða Rommý með dálitlum rjóma, þessi sósa sko – þig á eftir að langa að smyrja henni á þig og þvo þér svo eins og köttur. Svona næstum.
Sjá einnig: Brjálæðislega góðar vöfflur með vanilluís og Bingókúlusósu
Rommelsbacherinn var rifinn fram. Þessi elska.
Vöfflumixið góða. Sunnudagur er hvíldardagur – bannað að vaska upp.
Mmm, Rommi bakar vöfflurnar eiginlega á ljóshraða.
Setjum fimm stykki af unaðslegu Rommý í pott.
Tæplega desilíter af rjóma fer í pottinn líka. Hitið við vægan hita þangað til súkkulaðið bráðnar.
Rjómi neðst. Vanilluís þar ofan á. Og svo nóg, já alveg feikinóg af Rommýsósu yfir allt saman. Svo má deyja og fara til himna. Alveg beinustu leið.
Þessar verður þú að prófa. Núna strax. Einn, tveir og áfram gakk!
Sjá einnig: Dæmalaust djúsí vöfflur löðrandi í Kaffisúkkulaðisósu og rjóma
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.