Lee Hee Danae er aðeins 15 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lee farið í fjölmargar fegrunaraðgerðir – til hvers? Jú, hún vildi fá fyrrverandi kærastannn sinn aftur. Lee, sem kemur frá Kína, er orðin þjóðþekkt í heimalandi sínu en þar er hún sögð vera svo falleg að vart sé hægt að horfa á hana.
Sjá einnig: Kylie Jenner (17) búin að fara í 6 lýtaaðgerðir
Lee er með yfir 400.000 fylgjendur á Weibo (sem segja má að sé hið kínverska Facebook) og svo virðist sem Kínverjar fái ekki nóg af því fylgjast með henni og þeim breytingum sem ítrekað virðast eiga sér stað á andliti hennar og líkama.
Það fylgir ekki sögunni hvort henni hafi tekist að tæla sinn fyrrverandi til sín aftur.
Sjá einnig: Stjörnur sem hafa farið í lýtaaðgerðir