15 stjörnur sem hafa gengið margoft í það heilaga

Það nánast heyrir til tíðinda ef hjónabönd í Hollywood endast ævina á enda. Margar stjörnur hafa gengið í hjónaband oftar en einu sinni. Og oftar en tvisvar. Jafnvel oftar en þrisvar. Svo eru menn eins og spjallþáttakóngurinn Larry King, en hann á átta hjónabönd að baki.

Sjá einnig: Barnastjörnur sem hafa aldeilis blómstrað

Larry-King-Eight

Larry King, sem hefur eins og áður sagði, gengið í það heilaga átta sinnum.

Elizabeth-Taylor-Eight

Elizabeth heitin Taylor gefur Larry ekkert eftir. En hún átti einnig átta hjónabönd að baki.

Billy-Bob-Thornton-Six

Billy Bob Thornton hefur verið giftur sex sinnum. Angelina Jolie er til dæmis ein af fyrrverandi eiginkonum hans.

Martin-Scorsese-Five

Leikstjórinn Martin Scorsese hefur verið giftur fimm sinnum.

Rosanna-Arquette-Four

Rosanna Arquette á fjögur hjónabönd að baki.

William-Shatner-Four

Sjarmörinn William Shatner hefur átt fjórar eiginkonur.

Pamela-Anderson-Four

Pamela Anderson hefur verið gift fjórum sinnum. Að vísu giftist hún Rick Salomon tvisvar. Og er að skilja við hann í annað skipti þessa dagana.

Geena-Davis-Four

Leikkonan Geena Davis hefur gengið fjórum sinnum í hjónaband.

Kim-Kardashian-Three

Kim Kardashian hefur verið gift þrisvar sinnum, hún giftist fyrsta eiginmanni sínum aðeins 19 ára gömul.

Jennifer-Lopez-Three

Jennifer Lopez á þrjá fyrrverandi eiginmenn.

Tom-Cruise-Three

Tom Cruise á þrjú hjónabönd að baki.

Drew-Barrymore-Three

Halle-Berry-Three

Leikkonurnar Drew Barrymore og Halle Berry eru jafnokar Tom Cruise – þrjú hjónabönd á haus.

Kate-Winslet-Three

Demi-Moore-Three

Kate Winslet og Demi Moore hafa einnig verið giftar þrisvar sinnum.

Sjá einnig: 12 stjörnur sem hafa gefið skít í Kardashian-fjölskylduna

SHARE