Hjónin Beyoncé og Jay-Z fagna um þessar mundir 7 ára brúðkaupsafmæli.
Þau gengu í það heilaga þann 4. apríl árið 2008 og héldu því í rómantískt frí til Hawaii en Blue Ivy var send í pössun til systur Beyoncé, Solange, á meðan.
Á miðvikudaginn deildi hin 33 ára gamla söngkona myndum úr ferðalaginu á síðunni sinni en þær sýndu þó lítið annað en hana sjálfa á baðfötum.
Sjá einnig: Beyoncé var ansi skrautleg til fara í gær
Beyonce virðist vera í afar góðu formi en hún tók það sérstaklega fram að ekki hafi verið átt við þessar myndir í forritum á borð við photoshop. Miðað við fjöldann allan af myndum sem hafa verið teknar af tónlistargyðjunni i gegnum tíðina ætti hún nú að vera orðin ansi sjóuð í að vinna með birtuna og réttu pósurnar.
Nóg hefur verið tekið af farangri með í ferðina því söngkonan klæddist aldrei sömu baðfötunum tvisvar eins og sjá má á myndunum.
Sjá einnig: Jay Z birtir áður óséð myndskeið úr brúðkaupi hans og Beyoncé
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.