Þessi er einhver sem ég verð að prófa frá Ljúfmeti.com
Pannacottakaka með ástríðualdin – uppskrift frá Bakverk och Fikastunder
Botn:
- 200 g digistive kex
- 100 g brætt smjör
Myljið digestive kexið í mylsnu (notið matvinnsluvél ef þið eigið hana, annars bara kökukefli og plastpoka!). Bræðið smjörið og blandið saman við kexmylsnuna. Þrýstið blöndunni í botninn á lausbotna formi sem er um 24 cm í þvermál. Kælið.
Fylling:
- 5 ástríðualdin
- 4 dl rjómi
- 0,5 dl mjólk
- 0,5 tsk vanillusykur
- 0,5 dl sykur
- 2,5 matarlímsblöð
Leggið matarlímið í kalt vatn í að minnsta kosti 5 mínútur. Skafið úr ástríðualdinunum og setjið í pott ásamt rjóma, mjólk, vanillusykri og sykri. Látið suðuna koma upp og takið þá pottinn af hitanum. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, kreistið mesta vatnið frá og setjið matarlímsblöðin í pottinn. Hrærið þar til þau hafa leyst upp. Sigtið blönduna og látið hana yfir botninn. Látið standa í ísskáp í að minsta kosti 4 klst.
Yfir kökuna:
- 2 matarlímsblöð
- 4 ástríðualdin
- 1 dl vatn
- 1 msk sykur
Leggið matarlímið í kalt vatn í að minnsta kosti 5 mínútur. Skafið úr ástríðualdinunum og setjið í pott ásamt vatni og sykri. Hitið upp og hrærið síðan matarlímsblöðunum saman við. Hellið vökvanum yfir pannacottað og látið stífna í ísskáp í nokkrar klukkustundir.