300 manns fjölmenna í afmæli 10 ára gamallar stúlku sem á enga vini

Bekkjarfélagar tíu ára gamallar stúlku sem glímir við sjaldgæfan erfðagalla sem veldur ofvexti; Sotos Syndrome, fengu hressilega að kenna á eigin bragði eftir að hafa afþakkað afmælisboð þeirrar fyrrnefndu – allir með tölu.

.

screenshot-www.usatoday.com 2015-04-20 17-38-34

Mckenzie Morretter greindist með erfðagalla þá ársgömul – sjúkdóm sem veldur ofvexti

Móður stúlkunnar, sem er frá smábæ nokkrum í Minnesota, ofbauð svo kuldaleg framkoma barnanna í garð dóttur sinnar, sem hefur átt í mestu erfiðleikum með að eignast vini – að hún leitaði í örvæntingu á náðir Facebook og óskaði eftir hjálp vina og kunningja.

screenshot-www.usatoday.com 2015-04-20 17-39-31

Sjá einnig: Vertu þú sjálf þegar erfiðleikarnir berja að dyrum!

screenshot-www.usatoday.com 2015-04-20 17-38-02

Móðir litlu stúlkunnar brast í grát þegar ljóst varð að 300 manns mættu í afmælið

Ætlun Jenni Moretter, móður stúlkunnar sem hlakkaði í fyrstu ósegjanlega til að halda upp á afmæli sitt en brotnaði svo niður þegar ljóst var að enginn boðsgesta ætlaði að koma – ætlaði að biðja fáeina einstaklinga í innsta vinahring að taka saman höndum og gera daginn ógleymanlegan fyrir litlu stúlkuna, sem lék sér iðulega alein á skólatíma – en fleiri mættu en fjölskyldan hefði nokkru sinni getað ímyndað sér.

.

screenshot-www.usatoday.com 2015-04-20 17-39-08

Sjá einnig: Stöðvum einelti, átakanleg saga – Myndband

635649958098199472-635649855430446759-Birthday-Party

Elisa úr Frozen skaut óvænt upp kollinum ásamt sjálfum bæjarstjóranum og USA Today 

Viðbrögðin létu ekki á sér standa, en fjölskyldan átti hins vegar ekki von á að allur bærinn myndi taka höndum saman með þeim afleiðingum að einir 300 boðsgestir – þar á meðal bæjarstjórinn – mættu glaðbeittir í afmælisveisluna og gáfu stúlkunni pakka.

.

screenshot-www.usatoday.com 2015-04-20 17-37-21

Sjá einnig: Hvaða einkenni getur barn sýnt sem verður fyrir einelti?

screenshot-www.usatoday.com 2015-04-20 17-40-21

Gestir á öllum aldri fjölmenntu í afmælisveisluna sem bekkjarfélagar vildu ekki láta bendla sig við

Í umfjöllun USA Today segir m.a. að veitingastaðir í grenndinni hafi látið kræsingar af hendi rakna án endurgjalds, stóru útitjaldi var slegið upp til heiðurs litlu stúlkunni og eins og það sé ekki nóg – sjálfur bæjarstjórinn rak upp herör gegn einelti og afmælisdagur stúlkunnar var skírður í höfuðið á stúlkunni og mun hér eftir bera nafnið Mackenzie Moretter Day í þessum krúttlega litla smábæ, þar sem tekið er hart á einelti. 

SHARE