Eftir aðgerðina hjá Sjónlagi fékk ég hlífðargleraugu með teygju til að sofa með og vera með á leiðinni heim. Um kvöldið var ég boðin til vina í mat og fór þangað eins og ekkert væri. Allt gekk eins og í sögu og ég kom, galvösk, í skoðun daginn eftir.
Sjá einnig: Sjáðu aðgerðina framkvæmda
Ég veit að margir setja fyrir sig verðið á svona aðgerð en ég skipti greiðslunum hjá mér niður svo ég finn ekki fyrir því að borga af þessu mánaðarlega. Þetta hefur svo margborgað sig fyrir mig og ég gæti ekki verið hamingjusamari með þetta allt saman. Ég get horft á sjónvarp án gleraugna, farið í sund án þess að vera blind og finn ekki fyrir augnþurrkinum sem ég var alltaf með þegar ég var með linsurnar.
Hér geturðu séð meira frá þessu ferli:
Get ég farið í augnlaseraðgerð?
Komin með fullkomna sjón á nokkrum mínútum
Laseraðgerðin framkvæmd á nokkrum mínútum – Þetta verður þú að sjá!
Ef þið hafið einhverjar spurningar um aðgerðina eða eitthvað sem henni tengist megið þið senda mér spurningar á kidda@hun.is og ég mun svara þeim í samvinnu við Sjónlag.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.