Miley Cyrus hætt að raka sig undir höndunum

Stutt hár, sítt hár, útvíðar buxur, þröngar buxur og gallajakkar. Allt á þetta sameiginlegt að hafa verið í tísku, en nú hefur ný tískubylgja tekið við að mati fjölmiðla hið vestra, en það er að safna hárum undir höndunum. Lengi vel hefur það þótt afar ósmekklegt að hafa líkamshár yfir höfuð þá sérstaklega ef þú ert kvenkyns en nú virðist tískan vera að breytast.

Dóttir Demi Moore, Scout Willis, hefur verið hvað fremst í flokki þegar að kemur að þessari tísku en Madonna tók sig einnig einu sinni til og birti mynd á Instagram af hárunum í handakrikanu á sér. Söngkonan Miley Cyrus hefur gefið rakstur undir höndunum alveg upp á bátinn ef marka má frétt á vefsíðu Cosmopolitan. Samkvæmt henni hefur hún ekki hirt þessi hár síðan í byrjun marsmánaðar á þessu ári.

Konur geta því lagt frá sér rakvélina, háreyðingarkremin eða hvað annað sem þær hafa hingað til notast við og fagnað.

Sjá einnig: Dóttir Demi Moore mætti loðin undir höndum á listasýningu

Screen Shot 2015-04-22 at 21.53.06

Screen Shot 2015-04-22 at 21.52.23

Sjá einnig: Af hverju mega geirvörtur kvenna ekki vera sýnilegar

Screen Shot 2015-04-22 at 21.51.48

Screen Shot 2015-04-22 at 21.51.14

Sjá einnig: Nýtt trend: Leyfðu hárvexti í handakrikanum að blómstra & litaðu svo herlegheitin

 

SHARE