Finnst þér draugahús spennandi?

Árið 1875 hannaði og byggði vel efnaður stólaframleiðandi að nafni Sylvester K. Pierce þetta stórglæsilega hús.

Húsið er staðsett í Massachusetts er með 10 svefnherbergi, 3 salerni, marmara-arinn, alla upprunalegu gluggana, hurðarhúnana og gólf.

Sjá einnig: „Draugur“ treður sér inn á brúðkaupsmynd

Af hverju er húsið til sölu á aðeins 44 milljónir sem er svipað og þú færð 4ra herbergja íbúð á í Massachusetts?

Ástæðan fyrir því er sú að þetta fallega hús er draugahús.

Sjá einnig: Trúir þú á drauga? (Ekki fyrir myrkfælna!)

Í gegnum árin hafa margir búið í húsinu en 7 einstaklingar hafa dáið í húsinu.

Það eru svo miklir reimleikar í húsinu að það hefur verið rannsakað af mörgum sjónvarpstöðvum sem sýna þætti eins og Ghost HuntersGhost AdventureMy Ghost Story og 10 Most Haunted Places in New England. Einnig hefur verið sagt frá húsinu í mörgum bókum.

Sumir segjast hafa séð litla stúlku í húsinu en aðrir hafa séð lítinn dreng sem horfir út um gluggann. Sumir hafa séð dapra konu.

Sumir segjast hafa séð litla stúlku í húsinu en aðrir hafa séð lítinn dreng sem horfir út um gluggann. Sumir hafa séð dapra konu.

Sjá einnig: Hefur elt drauga í 20 ár

Húsið var einu sinni notað sem vændishús

Fólkið sem flutti seinast inn í húsið hafði ekki hugmynd um að þau væru að flytja í hús sem væri reimt í. Þau voru bara rosalega ánægð með að búa í gömlu, sögulegu húsi. Tveimur vikum síðar fór parið að verða vart við skrýtna og óhuggulega hluti. Þau sáu hluti hreyfast, heyrðu söngl og hvísl og fundu vondar lyktir um húsið.

Draugagangurinn jókst með tímanum. Fljótlega fóru þau að sjá skuggaverur fara á milli herbergja, það var bankað á hurðina á svefnherbergi þeirra, raddir fóru að kalla nöfn þeirra og þau sáu móta fyrir verum.

Rannsakendur hafa orðið vitni að allskonar furðulegum uppákomum. Í einni rannsókn sem gerð var að nóttu til náðist rödd á upptöku sem sagði: „Kreistum alla hálsa.“ Í annarri rannsókn spurðu rannsakendur „andana“: Hver er eigandi hússins? Svarið sem kom var: „Lillian“ en hún var eigandi hússins.

Þrátt fyrir allt er húsið heillandi að margan hátt.

SHARE