6 atriði sem þú þarft að vita um húðkrabbamein

Það þarf meira til þess að að verja húðina fyrir sólinni heldur en að vera með sólarvörn. Húðkrabbamein verður sífellt algengara og þess vegna fannst okkur kjörið að deila þessum upplýsingum með ykkur.

Við fundum þessa grein á síðunni Health.com og hér segja sérfræðingar frá því hvað þarf að hafa í huga.

1. Ef þú ert með dökka húð

„Sortuæxli kemur á hvaða húð sem er, hversu dökk sem hún er,“ segir Shelby Moneer sem er forstöðumaður rannsóknaseturs um sortuæxli. Svört húð hefur meira þol fyrir sól en hvít húð en það geta samt alveg myndast sortuæxli.

Sjá einnig: Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól

2. Einhver í fjölskyldunni hefur fengið sortuæxli

„Ef þú átt náinn ættingja sem hefur fengið sortuæxli, þ.e. foreldri, systkini eða barn, sem hefur fengið sortuæxli, þá eru um 50% meiri líkur á að þú fáir sortuæxli en ella,“ segir Jennifer Linder sem er læknir og talsmaður Skin Cancer Foundation. Mælt er með því að fólk fari einu sinni á ári í skoðun hjá húðsjúkdómalækni en þeir sem eiga skyldmenni sem hafa fengið sortuæxli ættu að fara í skoðun á 6 mánaða fresti.

Dollarphotoclub_72040252

 

3. Ef þú hefur farið í ljós

Meira en 419.000 tilfelli húðkrabbameina, á hverju ári í Bandaríkjunum, má rekja til ljósabekkjanotkunar. Ef þú stundaðir ljós einhverntímann (ert vonandi hætt/ur því), láttu þá húðsjúkdómalækninum þínum frá því þegar þú ferð til hans í skoðun.

4. Ef þú ert með mikið af fæðingarblettum

Því fleiri fæðingabletti sem þú ert með því meiri hætta er á að þú fáir húðkrabbamein. Helmingur allra sortuæxla verða til í fæðingarblettum. „Það eru tvær tegundir af fæðingarblettum til: Litlir sólarblettir, jafnir á lit og lögun og það eru þessir venjulegu fæðingarblettir og svo eru það þessir blettir sem við köllum „afbrigðilegir blettir,“ segir Jennifer. Þeir sem eru með fleiri en 10 svona „afbrigðilega bletti“ eru 12 sinnum líklegri til að fá sortuæxli en aðrir.

Sjá einnig: 9 algengir ávanar sem hafa slæm áhrif á húðina

5. Ef þú ert með mjög hvíta húð

Fólk með ljósa húð, ljós augu og ljóst hár eru með minni varnir í húð sinni og eru líklegri til að brenna. Oft eru þau líka með fleiri fæðingarbletti.

6. Ef þú hefur brunnið oft í sólinni seinustu ár

„Hættan á að þú fáir sortuæxli tvöfaldast ef þú brennur einu sinni illa í sólinni,“ segir Shelby. Það er samt aldrei of seint að fara að verja sig fyrir sólinni. „Heildartíminn sem þú eyðir í sólinni skiptir máli og það er lykilatriði að byrja sem fyrst að nota sólarvarnir á líkamann.“

SHARE