Hvers vegna að snúa baki við reykingum?
Ótal heilsufarslegar ástæður er hægt að nefna fyrir því að slökkva í síðustu sígarettunni, bæði vegna reykingamannsins og hans nánustu. Það er óhollt að reykja það vitum við öll, en hvað gerist þegar við hættum?
Sjá einnig: Reykingar – góð ráð til að hætta
Batnar líðanin?
Auðveldara verður að draga andann, og hósti lagast. Bifhárin í öndunarveginum vakna aftur til lífsins og geta nú aftur losað líkamann við utanaðkomandi ryk, reyk og drullu.
Bragð- og lyktarskyn batnar.
Minna álag verður á hjartað.
Minni hætta er á krabbameini og blóðtappa.
Sjálfstraustið eykst.
Peningasparnaður.
Hvaða áhrif hafa reykingarnar á heilsu reykingamannsins? og á hans nánustu?
Lungnateppa (langvarandi berkjubólga (krónískur bronkítis), lungnaþemba og COPD).
Sjúkdómurinn lýsir sér fyrst og fremst með hósta og slímhráka. Hann stigmagnast og kemur fram því að smátt og smátt dregur úr starfsemi lungnanna. Dæmigert er að sjúkdómurinn geri vart við sig á aldursbilinu 35 til 45 ára. Þegar dregur úr lungnastarfsemi þjáist sjúklingurinn af mæði, og spítalalegum fjölgar vegna bráðatilfella er sjúkdómurinn sækir í sig veðrið. Fjöldi manns deyr árlega hér á landi af völdum reykinga.
Krabbamein
Þeir sem að reykja eru í mun meiri hættu á að fá krabbamein en aðrir. Þetta á sérstaklega við um þær tegundir krabbameins sem eru nær eingöngu bundnar við reykingafólk. Svo sem lungnakrabbamein, krabbamein í hálsi og krabbamein í munnholi. En einnig eru önnur krabbamein algengari meðal reykingafólks en reyklausra og má þar nefna hálskrabbamein, krabbamein í vélinda, nýrum, milta, leghálsi og þvagblöðru. Þegar hætt er að reykja, líða 15 ár, áður en hættan á lungnakrabbameini er orðin álíka lág og hjá reyklausum.
Æðakölkun.
Æðakölkun er nátengd reykingum. Æðakölkun við hjartað, sem veldur einkennum, og getur valdið blóðtappa, er mun algengari hjá þeim sem reykja og 9 af hverjum 10, sem fara í hjartaæðaaðgerð (by-pass) eru reykingafólk. Æðakölkun í heila, sem getur valdið lömun, er algengust meðal reykingafólks. Æðakölkun í fótum, sem getur haft í för með sér drep og aflimun, er algengust meðal reykingafólks. Ef reykingar eru lagðar af, aukast lífslíkurnar verulega. (Sænsk rannsókn hefur sýnt fram á að þeir, sem hafa æðakölkun í fótum, auka lífslíkur sínar úr u.þ.b. 5% upp í u.þ.b. 40%, á 10 árum, með því einu að hætta að reykja).
Þungun
Líkurnar á að verða barnshafandi lækka umtalsvert við reykingar.
Reykingar hafa áhrif á fóstrið og lækka fæðingarþyngd. Sennilega vegna þess að barnið fær minna súrefni, alla meðgönguna, en ef móðirin reykir ekki.
Eftir fæðingu er barninu mun hættara við veikindum. Börn foreldra, sem reykja eru líklegri til að fá eyrnabólgu og astmakennda berkjubólgu (bronkitis).
Sjá einnig: Vöggudauði er tvöfalt algengari hjá börnum reykingafólks
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á