Þyngd leikarans Jonah Hill hefur sveiflast mikið í gegnum árin en svo virðist sem Jonah hafi þyngst töluvert upp á síðkastið.
Hinn 31 árs gamli Jonah sást við tökur á bíómyndinni Arms and the Dudes á miðvikudaginn, en síðan þá hafa fjölmiðlar hið vestra mikið fjallað um þyngdaraukningu leikarans. Slúðurfréttasíðan Page Six gengur svo langt að kalla Jonah Hill The Whale of Wall Street en eins og margir muna fór hann með eitt af hlutverkunum í myndinni The Wolf of Wall Street.
Árið 2011 missti Jonah rúmlega 15 kíló með aðstoð næringarfræðings en á þeim tíma sagði Jonah að hann væri að breyta matarvenjum sínum. Hann tók þá upp japanskar matarvenjur.
Í janúar á þessu ári var Jonah orðaður við næringarfræðinginn Brooke Glazer en þau hafa slitið sambandinu.
Sjá einnig: Úlfurinn úr Wolf of Wall Street að koma til landsins
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.