Var 27 ára gömul og vóg ekki nema 37 kíló

Leikkonan Portia de Rossi hefur tjáð sig mikið um baráttu sína við átröskun. Í nýlegu viðtali við Entertainment Tonigh opnaði Portia sig aftur um þessa löngu baráttu sem hófst þegar hún var einungis 12 ára.

Ég fann fyrir geypilega mikilli ábyrgð þegar ég var 12 ára og átti að ganga á tískupalli. Fyrirsætuskrifstofan mín hafði sagt mér að fara í megrun. Svo ég borðaði þá ekki í 10 daga.

Hin 42 ára gamla leikkona sem hefur leikið í þáttum á borð við Allie McBeal, Arrested Development og Scandal sagði í viðtalinu að henni hafi verið strítt mikið af öðrum fyrirsætum.

Ég er uppi á þessum tískupalli, ég er lítið barn að pósa og að reyna að vera kynþokkafull og gangandi um og öll módelin eru að gera grín af loðnu augabrúnunum mínum.

Þegar ég fór út í bíl eftir viðburðinn, opnaði ég poka af uppáhalds namminu mínu og setti bókstaflega hausinn á mér ofan í og hugsaði síðan, Shit, hvað hef ég gert? Ég eyðilagði tveggja vikna átak. Svo fór ég og kastaði upp.

Portia var fenginn til að tjá sig um baráttu sína við þennan sjúkdóm í þáttaröð Entertainment Tonight sem ber heitir It Got Better og eru sýndir á netinu.

Portia er gift leikkonunni, grínistanum og þáttastjórnandanum Ellen DeGeneres. Hún skrifaði bók um sjúkdóm sinn árið 2010 sem heitir Unbearable Lightness. Á þeim tíma sem hún gaf út bókina sagði hún að enginn gæti komist inn í hugarheim manneskju með anorexíu nema hann sé með anorexíu.

Ég misnotaði líkama minn. Ég var með búlimíu. Ég notaði megrunarlyfið fen-phen. Ég vildi tjá um allt þetta.

Árið 2000 fór Portia í meðferð við átröskun en þá vóg leikkonan ekki nema 37 kíló. Baráttunni lauk þó ekki þar en í maí í fyrra fór hún í mánuð í meðferð í Malibu vegna lyfja og áfengisvandamála.

Sjá einnig: Kate Middleton er ólétt af tvíburum – Ellen drekkur illa og vill að Portia fari í lýtaaðgerð

portiascaryskinny

Sjá einnig: Hreiðrið hennar Ellenar DeGeneres – Myndir

1386778285_ellen-degeneres-portia-di-rossi-zoom

Sjá einnig: Átröskun er sjúkdómur ekki hegðunarvandamál

portia-de-rossi-754666

Sjá einnig: Átröskun og íþróttir

 

SHARE