Fótboltastjarnan og undirfatafyrirsætan David Beckham mætti á Instagram með látum þann 2.maí síðastliðinn. Á innan við sólarhring var Beckham kominn með yfir milljón fylgjendur – í dag, rúmlega tveim vikum síðar, eru fylgjendur hans komnir yfir sex milljónir. Mig skal ekki undra, þetta er jú David Beckham.
Sjá einnig: Sonur David Beckham vinnur á kaffihúsi í London
Beckham deilir skemmtilegum augnablikum úr lífi sínu á samfélagsmiðlinum sívinsæla. Um helgina birti hann meðal annars mynd af sér í prinsessuleik við Harper dóttur sína. En Victoria er stödd í Singapore og Beckham einn heima með börnin fjögur.
Með myndinni fylgdi textinn:
Harpers not the only princess in the house.
Myndin hefur fengið 560 þúsund likes þegar þetta er skrifað.
Sjá einnig: Brooklyn Beckham skammast sín fyrir David Beckham