Hvort sem þú ert að skipuleggja partý, afmæli eða bara hvernig boð sem er þá geturðu pottþétt nýtt þér eitthvað af þessu.
1. Gúmmí birnir og Sprite
Taktu fram frostpinnaformin. Fylltu þau til hálfs af gúmmí og helltu svo Sprite út í og skelltu í frystinn
2. Ís í klakabox
Settu ís í klakabox og settu mjólk í glas. settu svo ískubbana í mjólkina og þú ert komin með skemmtilegan „mjólkurhristing.
3. Vatnsmelónu grill
Ótrúlega flott. Myndirnar tala sínu máli
4. Sítrónu og Lime klakar
Settu sítrónu -og limesneiðar í muffinform ásamt vatni og settu svo í frystinn í nokkra tíma. Úr því verða til þessir ákaflega girnilegu molar.
5. Frosin jógúrt
Þetta getur ekki klikkað. Þú stingur priki ofan í jógúrtdósirnar og frystir.
6. Risa ísmolar
Fylltu vatnsblöðrur og frystu þær. Settu þær svo ofan í skál eða stóran vasa og haltu víninu/gosinu þínu köldu
7. Sumarlegar sítrónur
Þetta er einfalt. Skerðu nokkrum sinnum í sítrónuna eins og gert er á myndinni og þú ert komin með blóma-sítrónur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.