Taylor Swift fékk lánuð föt úr kynlífsbúð að verðmæti 1,7 milljónir króna

Nýjasta myndband söngkonunnar Taylor Swift, við lagið Bad Blood, kom út í síðustu viku en með henni í myndbandinu er hópur af þekktum leikkonum, söngkonum og fyrirsætum.

Þær eru allar klæddar í afar kynþokkafullan klæðnað en fatnaðurinn var fenginn að láni úr kynlífsbúð í Los Angeles.

Framkvæmdastjóri verslunarinnar sem ber nafnið The Stockroom, Shawn Gentry, segir að fulltrúi fyrir Taylor hafi mætt fyrir rúmum mánuði og fengið klæðnaðinn lánaðan. Þegar verðmæti fatnaðarins var komið yfir milljón fór Shawn að krefjast þess að fá að vita hvaða frægi einstaklingur væri að fá allt þetta að láni.

Fulltrúinn fékk lánuð föt fyrir rúmlega 1,7 milljónir íslenskra króna og hélt eftir varningi að verðmæti 670.000 íslenskra króna. Einungis var um fatnað að ræða.

Myndbandið sló áhorfendamet Vevo.com en það fékk 20,1 milljón áhorf á fyrstu 24 tímunum.

Sjá einnig: Yngsti Taylor Swift aðdáandi heims?

Sjá einnig: Ólíklegur dúett: Taylor Swift og Kanye West á leið í hljóðver saman

 

SHARE