![MAIN-Justin-Gomersall](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2015/05/MAIN-Justin-Gomersall.jpg)
Justin Gomersall fékk ekki að sofa við hliðina á eiginkonu sinni í mörg ár sökum þyngdar sinnar. Að sögn eiginkonunnar var ómögulegt að sofa við hliðina á honum, hann tók alltof mikið pláss og hraut alveg skelfilega. Aukakíló Justins voru því hægt og rólega að gera út af við hjónaband hans.
Sjá einnig: Hún hætti að djamma og missti 38 kíló – Sjáðu fyrir & eftir myndirnar
Í janúar 2014 fékk Justin nóg, tók málin í sínar hendur og hóf að endurheimta líf sitt. Hann skráði sig í prógrammið LighterLife og árangurinn lét ekki á sér standa. Árið síðar var Justin 38 kílóum léttari.
Þetta er allt annað líf. Miklu betra líf. Ég get loks sinnt föðurhlutverkinu af alúð og verið konu minni góður eiginmaður.
Í dag hleypur Justin fimm kílómetra daglega og stundar sund af kappi. Í augnablikinu er hann að undirbúa sig undir að hjóla 970 kílómetra maraþon.
Sjá einnig: Eva Rut missti 50 kíló: Orðin heilsustjarna og birtist í Cosmopolitan