Stal senunni á blaðamannafundi föður síns

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry mætti með dóttur sína, Riley, á blaðamannafund eftir leik á miðvikudaginn. Fundurinn átti sér stað eftir að lið hans Golden State Warriors höfðu sigrað Houston Rockets.

Dóttir Stephen virtist ekki vera á sama máli um skemmtanagildi fundarins en hegðun hennar stal allri athygli blaðamanna og kom þeim svo sannarlega til að hlæja.

Þetta er ekki fyrsti blaðamannafundur Riley, sem er einungis tveggja ára, en fyrr í þessum mánuði fékk hún einnig að koma með á slíkan fund. Í það skipti fór hún í feluleik í miðju viðtali en í þessu viðtali átti hún einnig stjörnuleik þar sem hún meðal annars geispaði með leikrænum tilburðum og flækti sig í tjaldi.

Sjá einnig: 10 ótrúlega sæt og sybbin dýr – Myndband

Sjá einnig: Börn að borða sítrónu – Endalaust falleg þessi börn – Myndir

Sjá einnig: Ellen gefur henni bíl og meira til …(Varúð, þú ferð að skæla)

 

SHARE