Fátt er betra á grillaða nautasteik enn Bearnaissósa. Hún er alveg himnesk. En svo má líka nota gott kryddsmjör. Fyrir nokkrum árum fann ég grunninn að þessari uppskrift hér fyrir neðan í Gestgjafablaði. Hún var prófuð og hún sló það rækilega í gegn á heimilinu að það eru alltaf til birgðir í frystikistunni.
Tekið upp áður enn eldað er og sett á steikina áður en hún er borin fram og látið bráðna lítilega. Eins er gott ef maður er grilla að setja sneið af smjörinu yfir steikina á grillinu eftir að steikinni hefur verið snúið við og láta hana bráðna á grillinu yfir steikina meðan grillað er. Hef prófað nokkrar tegundir af kryddsmjöri til að hafa á steikur enn þetta ber algjörlega af. Passar sérstaklega vel með nauti en lambið er mjög sterkt þarna líka. Það er talsvert nostur við þetta og tekur tíma en sú vinna er fullkomlega þess virði. Sennilega er þetta stærsti listi innihaldslýsingar sem birtur hefur verið í uppskrift en þetta er allt ómissandi, því að þetta bombar bragðlaukana og lætur munnvatnskirtlana flæða.
Kryddsmjörið dásamlega Cafe de Paris:
1 kg smjör
60 gr tómatsósa
25 gr díjon sinnep
25 gr kapers
140 gr skalotlaukur
50 gr fersk steinselja
100 gr ferskur graslaukur
5 g þurrkað oregano
5 g þurrkað dill
5 gr ferskt timian
10 gr ferskt estragon
Þurrkað rósmarín á hnífsoddi eða ein grein af fersku
3 hvítlauksgeirar pressaðir
1 dós ansjósur
1 msk koníak eða brandí
1 msk Madeira
1 tsk Worchestershiresósa
½ sætt paprikuduft
½ tsk karrýduft
Cayennepipar á hnífsoddi
12 hvít piparkorn smátt mulin í morteli eða kvörn
Safi úr 1 sítrónu
Rifinn börkur af 1 sítrónu
Rifinn börkur af ¼ appelsínu
12 gr sjávarsalt
Allt nema smjörið sett í matvinnsluvél og látið fara í þokkalegan graut þar.
Þegar blandan er orðin nokkuð jöfn er þetta sett í skál og látið og filma breidd yfir. Látið standa á borðinu í sólarhring og þá verður til þetta dásamlega bragð í blöndunni.
Smjörið sett í skál og blöndunni bætt útí í hæfilegum skömmtum. Þetta er sett á plast og búinn til pulsa.
Þetta dugir í 3 -4 pulsur. Fryst eða sett í kæli og skorið í sneiðar.
Þá er einnig flott að sprauta þessu í toppa á plötu og setja í frysti og taka upp eftir þörfum.
Matarkarfan er hugarfóstur mæðgina sem eru „Made in sveitin“. Lífið þeirra snýst að stórum hluta um mat. Hugsa um hann og hvað á að elda? Hvernig á að elda?
Og borða hann , ekki gleyma því..Það er hin unaðlega umbun við að læra að gera góðan mat.