13 orð og athafnir sem þú ættir aldrei að nefna við einhvern með anorexíu

Það að segja konu sem glímir við anorexíu að hún eigi bara að „borða hollan mat” er eitthvað sem oft fer ekki vel í viðkomandi. Anoerxía og búlimía eru geðrænar raskanir sem snúast um mun fleiri þætti en að komast niður fyrir kjörþyngd og sé ekkert að gert, geta sjúkdómarnir dregið til dauða. Jafnvel þó hægt sé að ná bata frá átröskunum geta afleiðinganrar verið skelfilegar. Hér að neðan fara nokkur ummæli sem blaðamaður Marie Claire, sem sjálf er með búlimíu segir að aldrei eigi að láta falla við einstakling sem glímir við anorexíu. Sjálf talar hún af eigin reynslu og undirstrikar mikilvægi þess að láta ekki ógætileg orð falla í návist veikrar sálar:

1. Fáðu þér bara að borða:

Að segja einhverjum með anoerxíu að „borða bara” er eins og að segja einhverjum sem er fótbrotinn að „ganga bara”. Það virkar ekki þannig. Að vera með anorexíu merkir að viðkomandi er dauðskelkaður við mat. Svo sterk er skelfingin að einstaklingurinn er frekar tilbúinn að þola líkamlegan og tilfinningalegan sársauka til að sneiða hjá mat. Það að segja einhverjum að „borða bara” sýnir anorexíusjúklingnum einfaldlega að þú tekur sjúkdóminn ekki alvarlega, sem getur staðið í vegi fyrir að viðkomandi leiti sér hjálpar.

2. Þú leist nú betur út áður:

Átraskanir hafa ekki einungis brenglaða líkamsvitund í för með sér, sem merkir að viðkomandi sér eitthvað allt annað þegar litið er í spegil, heldur gera svona athugasemdir illt verra og auka enn á sársaukann. Þó lágt sjálfsmat sé ekki eina einkenni anorexíu, geta neikvæðar athugasemdir ýtt undir sjúkdóminn enn frekar.

Sjá einnig: Alvöru konur – Eru þær flokkaðar eftir þyngd?

3. Þú lítur miklu betur út núna:

Hins vegar bætir það ekki stöðuna heldur að hrósa viðkomandi fyrir þyngdartapið, heldur styrkir það einungis þá trú að allt sé eins og það eigi að vera, þökk sé anorexíunni.

4. En það er til fólk sem sveltur í þessari veröld:

Já, það er alveg satt. Hungur er til staðar í heiminum en það er alveg öruggt að anorexíusjúklingurinn veit það nú þegar. Þessi vitneskja er ekki til að hjálpa, heldur gerir bara viðkomandi enn óöruggari, viðkvæmari og brothættari. Þess utan líta anorexíusjúklingar svo á að þeir séu að hjálpa veröldinni, en ekki valda neinum skaða, með því að svelta sig.

5. Saknarðu þess ekkert að borða (hvaða máltíð sem er)?

Kannski og kannski ekki. Engu að síður þá er mikilvægt að hafa í huga að átraskanir snúast ekki bara um að borða. Þó sjónvarp og kvikmyndir varpi upp anorexíu og búlimíu sem þráhyggju fyrir þyngdartapi, spila fjölmargir aðrir þættir þátt líka. Ástæðuna má rekja til þunglyndis og kvíða, kynferðislegrar misnotkunar eða líkamlegs ofbeldis og jafnvel eineltis. Erfðir geta spilað þátt og félagslegir fordómar geta komið við sögu. Þetta snýst ekki bara um mat.

Sjá einnig: Átröskun á meðgöngu

6. Þú verður að fá þér ostborgara.

Þarna getur svo margt komið til sögunnar. KFC, Mc Donalds, stór pizza. Listinn er endalaus. „Þú ert ógeðsleg” og „Það vill enginn sofa hjá beinahrúgu” fellur í þennan flokk líka. Því miður láta ófáir þessar athugasemdir falla reglulega bæði við og um konur sem eru þjakaðar af átröskunum og einnig um konur sem eru grannar frá náttúrunnar hendi. Hér er ágæt viðmiðunarregla: Næst þegar þú finnur óstjórnlega löngun til að setja út á líkama annarrar manneskju og langar að segja henni hveers „hún þarfnast” í fæðuvali, ekki gera það. Það eru nefnilega yfirgnæfandi líkur á að þú særir manneskjuna djúpu sári og valdir henni ómældri vanlíðan.

7. Ég vildi óska þess að ég gæti grennst eins og þú:

Hættu öllum samanburði og öfundartali. Átraskanir snúast ekki um viljastyrk. Átraskanir eru geðraskanir af alvarlegum toga sem geta dregið til dauða ef ekkert er að gert.

8. Þú lítur ekki út fyrir að vera með átröskun:

Hvernig sem þú meinar orðin, er alveg víst að viðkomandi sem er með átröskun mun túlka orðin á mismunandi vegu – örugglega neikvæða vegu – allt frá: „Ok, svo ég er ekki nógu mjó ennþá?” og til „Mér finnst þú vera feit” og í því tilfelli eru engar líkur á að viðkomandi leiti sér hjálpar. Fólk með átraskanir getur litið út fyrir að vera heilbrigt, en kastar upp í laumi þegar enginn sér. Átröskun snýst ekki bara um útlit og tölur á viktinni, heldur óheilbrigt hegðunarmynstur.

Sjá einnig: „Fólk skellir bara orðunum fram og pælir ekkert í innihaldinu!“

9. Það verður allt í lagi með þig:

Ef einhver leitar til þín í þeirri von að fá hjálp, er þetta eitt af verstu svörunum sem þú getur gefið. Það gefur í skyn að þú takir vandamálið ekki alvarlega – sem eru alvarleg mistök. Anorexía er raunverulegur sjúkdómur og getur dregið til dauða. Áhrif og einkenni anorexíu geta verið hægur hjartsláttur, nýrnabilun, hármissir, stökk bein og vöðvarýrnun. Búlimía getur valdið þarmarofi, óreglulegum hjartslætti og jafnvel hjartabilun, tannskemmdum, magasári og brisbólgu. Átraskanir eru alvarlegar í eðli sínu og  viðkomandi þarfnast hjálpar.

10. Neikvæðar athugasemdir um líkamslögun annarra:

Bara af því að þú ert ekki að tala illa um líkamslögun anorexíunnar merkir ekki að hún heyri ekki í þér þegar þú talar illa um aðra. Hún gæti meira að segja farið að bera sig saman við manneskjuna sem þú ert að tala illa um, sem svo aftur leiðir til þess að henni líður enn verr og hrakar í sjúkdómnum.

11. Ég vildi óska þess að ég væri anorexísk:

Það er auðvelt að halda því fram að maður vildi óska að maður væri með hinn fullkomna líkama þegar sumarið rennur upp. Tímaritin eru yfirfull af „fullkomnum konum” og einhverjar láta þau orð falla í fullkomnu kæruleysi að þær væru með anorexíu í nokkrar vikur áður en sumarið kemur. Auðvitað meina þær þetta ekki í alvörunni, en eðli málsins samkvæmt eru átraskanir mjög sársaukafullar í eðli sínu, bæði líkamlega og tilfinningalega. Það að heyra að einhver önnur kona „vildi óska þess að hún væri anorexísk” getur verið ótrúlega særandi. Svona brandarar gera lítið úr eðli átraskana og snúa sannleikanum upp í háð og spott.

Sjá einnig: „Djöfullinn sjálfur sagði mér að svelta mig“ – var nær dauða en lífi af anorexíu

12. En af hverju borðar þú ekki bara eins og allir aðrir?

Enn og aftur. Átraskanir snúast ekki um þyngd. Það er alveg satt. Anorexíur (og búlimíur) vildu óska þess að þær gætu borðað eðlilega, heilbrigðan mat og æft „eins og allir aðrir.” En það virkar bara ekki þannig. Hegðunina má rekja til annarra þátta en einlægrar löngunar til að missa nokkur kíló.

13. Þú ert að særa þá sem standa þér næst:

Rétt eins og þeir fjölmörgu sem glíma við þunglyndi á hverju einasta ári, eru þær konur sem glíma við átraskanir fullar sektarkenndar yfir áhrifum sjúkdómsins og þeim sársauka sem þær hafa lagt á ástvini sína – allt án þess að vilja það sjálfar. Samt eru þær algerlega hjálparvana. Að koma inn sektarkennd hjá þeim sömu vegna þess að þær ganga með sjúkdóm gerir ekkert gagn, heldur kemur bara inn neikvæðum tilfinningum og skömm hjá þeim sjálfum. Það að sýna stuðning og að hlusta á tilfinningar þeirra í stað þess að reyna að þvinga þær til bata gegnum sektarkennd er mun líklegra til árangurs.

SHARE