Jennifer Aniston segir heilbrigt líferni vera lykilinn að því að líta vel út á öllum aldri. Í viðtali við Yahoo! Beauty sagði leikkonan að hollt matarræði, líkamsrækt og jákvætt hugarfar væru hennar helstu vopn þegar kæmi að útlitinu. Jennifer, sem komin er á fimmtugsaldur, segir að sér líði ekkert öðruvísi núna en þegar hún var tvítug:
Þú heldur í heilsuna með heilbrigðum lífstíl. Líðan þín veltur á líferninu.
Sjá einnig: Jennifer Aniston tjáir sig um móðurhlutverkið og hjónaband
Jennifer hyggur nú á bókaskrif og á bók hennar að hjálpa fólki að tileinka sér hinn margumrædda heilbrigða lífsstíl.
Ég er sérfræðingur þegar kemur að megrunarkúrum. Ég er vel fær um að hjálpa öðrum.
Sjá einnig: Biður Jennifer Aniston um að hætta að blaðra um látinn eiginmann sinn
Við kaupum þessa bók. Það er á hreinu.