Söngkonan unga Miley Cyrus hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu misseri fyrir ögrandi hegðun sína.
Hin 22 ára gamla Miley greindi frá því í viðtali við tímaritið Paper Magazine að hún væri tvíkynhneigð. Hún var einungis 14 ára þegar hún talaði við mömmu sína um hvaða tilfinningar hún bæri til kvenna.
Ég man eftir því að hafa sagt henni frá því að ég dáðist að konum á öðruvísi hátt. Og hún spurði mig hvað ég átti við. Og ég sagði að ég elskaði þær. Ég elska þær eins og ég elska stráka
Söngkonan segir að það hafi verið erfitt fyrir móðir sína að skilja þetta en hún hafði áhyggjur af því að hún yrði dæmd og færi til helvítis. Móðir Miley, Tish, trúir þó meira á dóttur sína heldur en nokkurn guð að sögn Miley. Eina sem Miley vildi var samþykki móður hennar.
Í dag hefur Tish tekið dóttur sína í sátt og er samband þeirra sterkara en áður.
Sjá einnig: Miley Cyrus loðin undir höndum
Sjá einnig: Hannah Montana er ekki lengur til – Myndband
Sjá einnig: Miley Cyrus sýnir nánast ALLT í V Magazine – Myndir
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.