![smaller](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2015/06/smaller-640x327.png)
Samkvæmt vefmiðlinum Radar Online hefur Lourdes Leon, dóttir Madonnu, engan áhuga á að verða vinkona hinnar víðfrægu Kylie Jenner. Lourdes hefur verið vinsæl undanfarið og Kylie gert margar tilraunir til þess að vingast við hana. Hefur Kylie meðal annars boðið henni í partí en ungfrú Lourdes ekki sýnt slíkum boðum neinn áhuga.
Sjá einnig: Stalst Madonna (56) í fataskápinn hjá dóttur sinni?
Samkvæmt slúðurpressunni hunsar Lourdes Kylie algjörlega. Heimildarmaður Radar Online segir:
Lourdes hefur engan áhuga á að þekkja þessar systur. Henni finnst þær algjör plága.
Sjá einnig: Kylie Jenner: Orðin þreytt á frægðinni