Að neyta svokallaðrar ofurfæðu þarf ekki að jafnast á við geimflaugavísindi! Flestar ef ekki allar þessar fæðutegundir sem teljast til ofurfæðu, hafa verið við lýði hér á landi svo árum skipti. Það er hins vegar ekki síðra að vita að þær geri okkur extra gott, hvort heldur sem litið er til næringarefna, áhrifa þeirra gegn mögulegum sjúkdómum og annars sem á kroppinn getur herjað. Hafir þú til dæmis neðangreindar níu tegundir í mataræðinu að staðaldri ertu í góðum málum segir Dr. Frank Lipman:
1. Grænt kál
Grænt kál er fullt af næringarefnum hvers konar sem koma þér vel. Hvort sem um ræðir trefjar, vítamín, steinefni eða annað, allt er þetta meinhollt fyrir þig og gera líkamann betur í stakk búinn til að berjast gegn hvort heldur sem er hjartasjúkdómum eða krabbameini. það skiptir ekki máli hvar borið er niður, grænkál, spínat, rukola eða annars konar grænt kál – þetta er allt meinhollt.
2. Kjarnagrænmeti
Ef þú vilt draga úr hættunni á krabbameini auktu endilega hlutfall kjarnakáls í mataræðinu. Með kjarnakáli er átt við m.a. kál á borð við brokkolí, rósakál, blómkál, hvítkál og blaðkál (e. pak choi). Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkt grænmeti getur unnið gegn vexti ákveðinna tegunda krabbameinsfrumna.
3. Avókadó
Kostir avókadóa eru ótvíræðir og engin ástæða til að láta hræða sig með sögum af því að þau séu fitandi og slæm fyrir mann. Avókadó eru unaðsleg ofurfæða sem er hreinlega of góð til að sleppa henni! Ekki einungis eru þau stútfull af næringarefnum heldur geta þau einnig styrkt líkama þinn í baráttuni gegn hjartasjúkdómum, krabbameini, augna- og heilasjúkdómum. Avókadó eiga nánast alltaf við og það er lítið mál að bæta þeim t.d. í grænmetis- og ávaxtahristinga og heilsudrykki.
4. Bláber
Ekki einungis eru bláberin bragðgóð og og falleg á að líta heldur eru þau einnig stútfull af næringarefnum sem aðstoða í baráttunni við hvers kyns óværu sem herja kann á kroppinn. Löngum hefur verið þekkt að bláber geta dregið úr þróun alvarlegra sjúkdóma svo sem krabbameins, sykursýki, magasárs auk þess sem þau draga úr blóðþrýstingi. Heilsusamleg áhrif bláberja jaðra við að vera yfirnáttúruleg! Neysla þeirra getur einnig dregið úr bólgum um allan líkamann.
5. Baunir
Þéttar og ljúffengar baunir hjálpa til við að auka magn hormónsins leptíns í líkamanum, en það seður vel. Baunir eru einnig ríkar af B-vítamínum, kalki, kalíum og fleiri næringarefnum. Öll stuðla þau þessi að heilbrigðari heilastarfsemi, frumum og húð auk þess að aðstoða við að lækka blóðþrýsting og draga úr hættu á hjartaáfalli.
6. Valhnetur
Það þarf ekki mikið af valhnetum á dag til að njóta góðra eiginleika þeirra. Handfylli á dag sér þér fyrir ráðlögðum dagskammti af omega-3 fitusýrum auk fjölda annarra bætiefna. Auk þess að vera góðar fyrir hjartað eru valhnetur hollar fyrir heilann og geta hægt á þróun sjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinson.
7. Villtur lax
Villtur lax er ríkur af próteini, D-vítamíni, omega-3 fitusýrum og fjöldanum öllum af B-vítamínum, svo fátt eitt sé nefnt. Getur þetta allt reynst vel gegn krabbameini, hjartasjúkdómum, þunglyndi og fleiri sjúkdómum. Mælt er sérstaklega með villtum laxi þar sem hann er næringarríkur en inniheldur jafnframt minna af aukaefnum en ræktaður. Mælt er með að maður borði villtan lax ekki sjaldnar en tvisvar sinnum í viku.
8. Súkkulaði
Mjólkurlaust súkkulaði getur verið ljúffengt til hátíðabrigða auk þess sem það getur gert líkamanum gott. Það lyftir andanum, bætir blóðflæði og getur m.a.s. lækkað blóðþrýsting. Súkkulaði, því hreinna því betra, er einnig auðugt af andoxunarefnum, sem virka vel í baráttunni við öldrunarsjúkdóma og jafnvel krabbamein. Gættu þess þó að hér á við gullna reglan um að allt sé gott í hófi. Miðaðu skammtinn við ekki meira en 28 grömm í einu.
9. Chia fræ
Þrátt fyrir að vera örsmá eru Chia fræ afar öflugu. Fræin innihalda hátt hlutfall omega-3 fitusýra auk þess sem þau eru stútfull af andoxunarefnum, próteini, steinefnum og trefjum. Fræin þenjast allt að fimmfalt út þegar þau eru lögð í vökva og því er um að gera að bæta matskeið eða tveimur í hina ýmsu fæðu sem þú neytir yfir daginn. Þú verður saddur/södd lengur.