Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner gerðist persónuleg á Snapchat á síðasta miðvikudag. Í röð myndskeiða sagði Kylie frá því hvernig hún hefur verið lögð í einelti frá 9 ára aldri. Kylie var þó ekki að leita eftir vorkunn að eigin sögn, heldur vildi hún segja öðrum fórnalömbum eineltis að þau væru ekki ein í heiminum og að eineltið væri ekki þeim að kenna. Það væru gerendurnir sem ættu bágt.
Sjá einnig: Dóttir Madonnu harðneitar að vingast við Kylie Jenner