Finnst þér lífið þitt ekki vera nákvæmlega eins og þú vilt? Kíktu þá á þetta!
1. Lífið snýst ekki um það að vera fullkomið. Lífið er í rauninni ekki um það að vera fullkomið, heldur snýst lífið er meira um hamingju og að njóta sín meðal fólks.
2. Þú hefur stjórnina. Hvenær sem er, skaltu standa upp og segja „svona mun sagan mín ekki enda“. Þú getur ekki séð fyrir um framtíðina, en þú getur gert breytingar sem munu leiða þig í þá átt sem þér finnst betri en sá staður sem þú ert á í dag.
Sjá einnig: 15 atriði sem geta auðveldað þér lífið
3. Þú getur hugsað jákvætt. Það er bara þannig. Það er ekkert að stöðva þig. Ef þig langar til að snúa baki við slæmum aðstæðum, hugsaðu þá einfaldlega meira jákvætt um sjálfa þig og líf þitt. Það getur valdið því að þér finnist þú vera ferskari og meira tilbúin til að takast á við vandamálin á skipulagðari hátt.
4. Það er allt í lagi með þig. Í alvörunni. Þér finnst þú kannski hafa galla en það er bara miklu meira varið í þig en þú heldur.
5. Við gerum öll mistök. Svo stattu upp, dustaðu af þér og hoppaðu aftur uppá hestinn. Ekki hafa áhyggjur, þú munt læra af mistökum þínum sem munu leiða þig að sigrum í framtíðinni.
Sjá einnig: Það sem Samantha Jones kenndi okkur um lífið
6. Vertu góð við sjálfa þig. Það mun ekkert lagast ef þú ert í sífellu að berja sjálfa þig niður. Komdu vel fram við sjálfa þig. Þegar þér tekst vel til, verðlaunaðu þig þá! Ef þú gerir það ekki, mundu samt að það munu vera fleiri sigrar en mistök.
7. Öll vandamál hafa lausnir. Svo ekki hætta að leita. Þú munt ávallt finna lausnir við vandamálum þínum ef þú gefst ekki upp.
8. Ekki bera þig saman við aðra. Við fáum öll að skilgreina hvað okkur finnst vera velgengni, svo ekki láta það sem aðrir eru að gera hafa áhrif á þig. Vertu bara þú.
Heimild: Higherperspectives
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.