Það getur vel verið að Brooke Greenberg líti úr eins og fjögurra eða fimm ára barn en stúlkan sem þjáist af dularfullum sjúkdómi er raunar tvítug. Læknar nefna þennan sjúkdóm sem er afar fátíður “Syndrome X,” (X heilkennið) og þeir hafa í mörg ár reynt að skilja eðli hans. Fremstu sérfræðingar heims fá ekki skilið hvað veldur því að vöxtur hennar og þroski hefur stöðvast. Einn læknanna hefur tjáð sig um það að rannsóknir á stúlkunni gætu aukið skilning manna á leyndardómum mannslíkamans.
Brooke þroskaðist eins og önnur börn þar til breyting varð á þegar hún var u.þ.b. 5 ára.
“Hún hefur verið jafnþung og jafnhá síðustu 15 árin sagði faðir hennar í nýlegum sjónvarpsþætti,” Hann nefndi líka að hár og neglur væri það eina sem enn yxi eðlilega.
Læknirinn sem annast Brooke og Lawrence Pakula sem er barnalæknir við John Hopkins læknaskólann ræddu um sjúkdóm hennar í þætti hjá ABC. Pakula sagði að margir af reyndustu sérfræðingum þeirra hefðu aldrei séð eða reynt að meðhöndla sjúkling í sam ástandi og Brooke væri. „Hún kemur manni alltaf á óvart,“ sagði hann.
Eric Schadt sem stjórnar Icahn stofnuninni við Mount Sinai sjúkrahúsi í New York telur að frekari rannsóknir á DNA Brooke gætu aukið skilninginn á því hvað öldrun og langlífi í rauninni er.
“Þetta er alveg undarleg arfgerð, sagði hann í nýlegu sjónvarpsviðtali. Þessi kona, sem er 20 ára eldist ekki. Frá sjónarhóli vísindanna gæti svoa „rannsóknarefni“ opnað alveg nýjar víddir í skilningi okkar á því hvað er að gerast þarna“
Til þess að reyna að fá nákvæmari upplýsingar um öldrunarferlið á sameindastiginu hafa Schadt og samstarfsmenn hans komið genum úr Brooke fyrir í bananaflugum til að greina hvaða áhrif gen hennar hafa á þær.
Schadt telur einning að dýpri skilningur á genum Brook gæti bætt aðferðir að takast á við aldurstengda sjúkdóma auk þess sem líf manna kynni að verða lengt.
Þó að Brooke sé orðin 20 ára hegðar hún sér eins og lítið barn og þarf stöðuga gæslu foreldra sinna. Fjölskylda hennar segir að þau hafi reynt að veita henni eins eðlilegt líf og nokkru kostur er þó það hafi á stundum verið snúið.
“Þetta er ekki auðvelt“, segir móðir hennar „en okkur fer fram hvern dag“