Hin 65 ára gamla Caitlyn Jenner mun hleypa áhorfendum inn í líf sitt í þáttunum I Am Cait sem hefja göngu sína þann 26. júlí næst komandi.
Sjá einnig: Kardashian klanið fagnar feðradeginum með Caitlyn Jenner
Þættirnir munu fjalla um ólympíugullverðlaunahafann og raunveruleikastjörnuna Caitlyn Jenner og líf hennar eftir að hún steig fram sem kona.
Í nýju sýnishorni úr þessum 8 þátta heimildaþætti talar Caitlyn um það hvernig það er að þurfa alltaf að klæða sig í föt sem hún vildi ekki fara í og hvernig það er að fara í fyrsta skipti að versla kvenmannsföt.
Fólk skilur ekki hvernig það er að horfa í spegil og ekkert virðist rétt
Caitlyn tjáir sig um það hversu lífið sé skemmtilegt og að hún geti ennþá gert hlut sem myndu flokkast sem karlmannslegir hlutir líkt og að fara á mótorhjól.
Sjá einnig: Caitlyn Jenner um Kris: „Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn hlut í lífinu!“
Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar bíða eflaust spenntir eftir að hafa horfa á þættina eftir nýjast sýnishornið en þættirnir fara einnig inn á persónulegri hluti heldur en að versla og leika sér. Svo virðist sem Kylie Jenner hafi átt í erfiðleikum með að taka kynleiðréttingu föður síns í sátt en áhugavert verður að fylgjast með hvernig það þróast.
Sjá einnig: Dennis Rodman vill bjóða Caitlyn Jenner á stefnumót
Sjá einnig: Glæsikonan Jenner á nýjustu forsíðu Vanity Fair : „Ég heiti Caitlyn“
Sjá einnig: Sjáðu brot úr nýjum heimildarþætti um Caitlyn Jenner
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.