Oft gefur maður sér ekki tíma til að borða ávexti yfir daginn en þumalputtareglan er sú að maður eigi að borða 5 ávexti á hverjum degi. Ég reyni mitt besta en yfirleitt næ ég varla 1 ávöxt á dag, því miður.
Ég var staðráðin í því að bæta úr þessari döpru neyslu minni á ávöxtum og hafði verið að hugsa um þetta í nokkra daga. Á þessum dögum rakst ég á þessa drykki í verslun. Þvílíka snilldin! Ég keypti mér nokkra svona drykki og ákvað að drekka allavega einn á dag í viku. Bara til að prófa.
Sjá einnig: Drykkur dagsins er með mangó og ástaraldinum
Ég fann það strax á fyrsta degi að ég var að gera góða hluti. Þvílík orka og vellíðan! Mig vantaði greinilega einhver vítamín í kroppinn á mér því á degi 3 vaknaði ég með einhverskonar tilhlökkun í drykkinn sem beið mín inni í ísskáp. Núna get ég ekki startað deginum án þess að fá mér einn svona ávaxta smoothie eða eitt glas af djúsnum.
Þessa vikuna ætlum við að hafa Innocent viku.
Einn drykkur á dag sem ég ætla að sýna ykkur og segja ykkur frá.
Drykkur dagsins í dag er
Þessi drykkur getur bara ekki klikkað. Hann er rauður eins og jarðaberin og sætur eins og banani. Ein svona 250 ml flaska kemur í staðinn fyrir 2 ávexti af þeim 5 sem maður á að borða yfir daginn. Í einni svona flösku er blandað saman jarðarberjum, banana, vínberjum, epli, lime og appelsínu og útkoman er dásamleg. Ein svona flaska gefur manni fullt af c vítamínum og passar í flestar handtöskur svo hægt er að grípa hana með á leiðinni út af heimilinu.
Innihald:
Hálft pressað epli – 1/2 banani – safi úr 9 vínberjum
Smá skvetta af lime – Safi úr 1/3 appelsínu – 4 1/2 kramið jarðarber
Við ætlum að gefa heppnum lesanda eina 6 stk pakkningu af þessum safa. Vertu með, með því að skrifa hér fyrir neðan hver er þinn uppáhaldsávöxtur?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.