Kim Kardashian: Hann reykir gras og drekkur alla daga

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian talar opinskátt um litla bróður sinn sinn Robert Kardashian í nýju viðtali við tímaritið Rolling Stone.

Hin 34 ára gamla Kim segir að Robert finnist óþægilegt að vera í Keeping Up With The Kardashian eftir að hann þyngdist um meira en 50 kíló á síðustu tveimur árum. Robert hefur meðal annars glímt við þunglyndi en systir hans segir að það sé engin dularfull ástæða fyrir því hvað hefur gerst fyrir hann.

Sjá einnig: Rob Kardashian læðist í bílalúgu að næturlagi

Hann hefur þyngst. Honum líður óþægilega að koma fram í þáttunum og það er allt í lagi. Held ég að hann reyki gras, drekki bjór, hangi allan daginn með vinum sínum og spili tölvuleiki? Já.

Hinn 28 ára gamli Robert sleppti því að koma í brúðkaup systur sinnar í maí á síðasta árið af því að hann var svo meðvitaður um sjálfan sig eftir að hann þyngdist. Það hefur varla náðst almennileg mynd af honum af ljósmyndurum síðustu 2 árin enda fer Rob lítið sem ekkert út.

Sjá einnig: Rob Kardashian á í miklum erfiðleikum

Kim hefur beitt sér fyrir því að sýna umhyggju sína til Rob með því að vera hörð við hann og hvatt einnig móður sína Kris til að gera slíkt hið sama.

Fyrr á þessu ári virtist samband Rob og Kim vera á suðupunkti en Rob líkti Kim við karakter úr bíómyndinni Gone Girl og sagði orðrétt að hún væri eins og tíkin úr Gone Girl á Instagram.

Samband þeirra hefur þó eitthvað batnað.

Sjá einnig: Kardashian klanið fagnar feðradeginum með Caitlyn Jenner

1435696608_kim-kardashian-rolling-stone-lg

SHARE