Í Finnlandi er haldin keppni árlega þar sem gift hjón taka þátt í keppni um styrkleika. Mótið er haldið í 20. skiptið þetta árið keppa hjónin saman á móti öðrum hjónum í 253,5 metra langri braut. Þau þurfa þó ekki að vera gift hvoru öðru en það er skilyrði að hafa gengið í hjónaband, með einhverjum áður en þau mega taka þátt. Mennirnir eiga að byrja á því að kvarta yfir því að konurnar séu alltaf á bakinu á þeim.
Finnar telja það gott að bera konu sína og reglur segja til um að konan verði að vigta meira en 49 kíló og vera yfir 17 ára að aldri. Ef maðurinn missir konuna í keppninni, verður hann að lyfta henni upp aftur til að mega halda áfram keppni. Þau sem eru fljótust í mark, sigra keppnina, en þau sem vekja einna mestu kátínu hjá áhorfendum, fá einnig verðlaun. Stórsniðug keppni sem þetta er.
Sjá einnig: Hjón léttust samtals um 127 kg – Saga þeirra
Heimildir: Dailymail
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.