Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið skalla en gen sem valda skalla virðastríkjandi hjá körlum en víkjandi hjá konum.
Magn karlhormónsins testósteron í líkamanum spilar lykilhlutverk í því hvort skalli kemur fram eða ekki. Sé það í miklu magni í líkamanum, eins og raunin er í karlmönnum, þarf aðeins eitt skallagen til þess að skalli komi fram. Á doktor.is er fjallað um hárlos og þar kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki. Hárrótin er enn lifandi en nær ekki að sinna hlutverki sínu.
Sjá einnig: Skalli karla (og kvenna) – góð ráð
Skalli getur einnig komið fram hjá konum og þá helst ef skalli er útbreiddur meðal karla í ættinni. Magn karlhormóns er tiltölulega lítið í heilbrigðum konum og því verða konur að erfa skallagen frá báðum foreldrum sínum til þess að skalli komi fram. Áhrifin eru þó mun vægari en hjá körlum. Hjá konum er yfirleitt er um að ræða staðbundinn skalla, hárið þynnist á hvirflinum og verður gisnara með aldrinum, en skallinn breiðist sjaldnast út um allt höfuðið. Á doktor.is er svar eftir Bryndísi Benediktsdóttur sérfræðing í heimilislækningum við spurningu um hárlos kvenna.
Þróaðar hafa verið lyfjameðferðir sem draga úr hárlosi og geta hjálpa til við að endurvekja hárvöxt. Einnig er hárígræðsla möguleiki í sumum tilfellum.
Sjá einnig: Hvernig verður heilsa barnanna okkar í framtíðinni?
Fleiri heilsutengdar greinar á
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.