Þetta er svo skemmtilegur tími þar sem það eru svo mismunandi förðunartrend í gangi og allir að gera sitt. En það er eitt TREND sem stendur uppúr og á það einna helst við um fólk með lítil augnlok.
Ég held að þessi förðun hafi byrjað á því að fólk vildi láta augnlokin sín virka stærri! en það er líka hægt að gera augnlokin minni eða bara ýkja þín eigin augnlok. Aðal atriðið sem ég er að segja er, að í þessari förðun hefur þú stjórn á því hvernig þú villt að augnlokin þín séu, stór eða minni.
Mig langaði að kenna ykkur eitt vinsælasta förðunartrendið núna sem kallast “Cut Crease”. Þetta er alveg ótrúlega vinsæl förðun í dag. Þessi förðun er smá inspired af förðuinni hennar Rihönnu.
Í þessu myndbandi kenni ég ykkur nákvæmlega, skref fyrir skref, hvernig ég geri þessa uppáhalds förðun mína og já! ég kenni ykkur líka TRIX til þess að einfalda förðunina.
Ef þú hefur áhuga á að sjá hvernig ég geri CUT CREASE kíktu þá á vdeoið mitt hér fyrir neðan.
Tara Brekkan Pétursdóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur hjá MAC cosmetics og No Name cosmetics.
Tara hefur haldið úti förðunarvideoum sem hafa náð góðum vinsældum þar sem hún kennir skemmtileg förðunarráð og Törutrix.
Tara hefur einnig starfað aðeins í sjónvarpi þar sem hún var með lífsstílsþætti á Istv og Hringbraut.