Thelma Þorbergsdóttir gerði bókin Freistingar Thelmu sem hefur heldur betur gert góða hluti hér á landi. Thelma hefur óbilandi áhuga á bakstri og sætum freistinum og er einn af vinsælustu matarbloggurum landsins, en hún er með matarbloggið sitt á Gott í matinn.
Í bókinni deilir hún með lesendum uppáhalds uppskriftum sínuma að freistingum sem bráðna í munninum, kökum, sælgæti og kanilbomban sem er í bókinni vann til verðlauna í bollakökukeppni.
Freistingar Thelmu er fyrir sanna sælkera en í bókinni eru líka fjölmargar hugmyndir fyrir barnaafmæli, allt frá uppskriftum til leikja og einfaldra skreytinga.
Við ætlum að gefa heppnum lesanda eintak af bókinni og það eina sem þú þarft að gera til að eiga kost á því að fá bókina er að skrifa hér fyrir neðan: Freistingar Thelmu, og þú gætir orðið heppin. Við drögum út á þriðjudaginn 13. júlí.
Einnig má geta þess að bókin er á tilboði þessa dagana á Hópkaup.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.