Listamaðurinn og ljósmyndarinn John William Keedy hefur gert þessa áhrifamiklu ljósmyndaseríu sem hann kallar: „It’s Hardly Noticeable“ sem myndi þýðast sem: „Þetta sést varla“ eða „Maður tekur varla eftir þessu“.
John skrifar við seríuna á síðunni sinni að hann hafi viljað gefa fólki ákveðna mynd af því hvernig er að lifa með kvíðatengda geðsjúkdóma. Hann vill sýna að það sé munur á því hvernig hlutirnir eru og hvernig fólk skynjar þá. Hann veltir líka fyrir sér hvað er „normal“ og hvað er það ekki? Hver ákvað „normið“.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.