Sá þessa hugmynd á www.fivelittlechefs.com og ætla klárlega að prófa þetta með mínum krökkum við næsta tækifæri. Okkur krökkunum finnst nefnilega ótrúlega gaman að leika okkur með vatn. Ekki er verra að leika okkur með það úti því þá má sullast út um allt. Það er þó smá mikilvægt að það sé í það minnsta gott veður, helst sól og ekki mikill vindur því það getur verið ógurlega kalt að leika með vatn úti ef veðrið er ekki gott. Við reyndar notum oftast heitt vatn í okkar útivatnsleiki svona þar sem að við búum á Íslandi.
Þetta er ótrúlega einfalt, eina sem þú þarft er eitthvað sem gæti siglt á smá vatni, t.d. lok af plastílátum eða plast diskar, límbyssa, íspinnaspítur og Washi límband eða eitthvað flott til að gera seglin á spíturnar.
Svo er bara að ganga í verkefnið. Líma seglin á hálfa íspinnaspítu með washi límbandinu. Líma svo spítuna á plastílátið með límbyssunni og báturinn er til!!!
Þá kemur skemmtilegi hlutinn, en myndirnar segja eiginlega sitt.
Þar þarftu álpappír og vatn hvort sem þú notar garðslöngu eða eitthvað annað. Dregur álpappírinn út og myndar úr honum nokkurs konar árfarveg. Ekki verra ef það er smá halli á þessu, Lætur vatnið buna á álpappírinn og leyfir bátunum að sigla. Ég gæti trúað að þetta gæfi flestum lúnum foreldrum frið í allavega smá tíma.
Mamman er búsett í úthverfi höfuðborgarsvæðissins ásamt eiginmanni og tveimur hressum og heilbrigðum börnum. Mamman mun skrifa um ýmislegt sem við kemur börnum, s.s. uppeldi, hreyfingu, matarvenjur og fleira