Þetta er gott til þess að minna sig á það hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Þessi 45 atriði eru skrifuð af 90 ára gamalli konu
-
Lífið er ekki sanngjarnt, en það er gott samt sem áður
-
Þegar þú ert í vafa, taktu hænuskref
-
Lífið er of stutt til þess að hata fólk
-
Ekki taka þig of alvarlega, enginn annar gerir það
-
Borgaðu kreditkortareikninginn í hverjum mánuði
-
Þú þarft ekki að hafa betur í öllum rifrildum. Verið sammála um að vera ósammála
-
Gráttu með einhverjum. Það er hollara en að gráta ein/n
-
Leggðu fyrir peninga fyrir eftirlaunaaldurinn, alveg frá fyrsta launaseðli
-
Þegar kemur að súkkulaði áttu ekki að halda aftur af þér
-
Sættu þig við fortíðina svo hún eyðileggi ekki nútíðina þína
-
Börnin þín mega alveg sjá þig gráta
-
Ekki bera líf þitt saman við líf annarra. Þú veist ekkert hvað þau hafa upplifað á sinni lífsleið
-
Ef sambandið sem þú ert í þarf að vera leyndarmál, þá ættir þú ekki að vera í því
-
Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því sem miður fór. Hafðu nóg að gera við að lifa, ekki deyja
-
Þú kemst í gegnum allt ef þú lifir einn dag í einu
-
Rithöfundur skrifar. Ef þig langar að vera rithöfundur, skrifaðu þá.
-
Það er aldrei of seint að eiga hamingjuríka barnæsku. Sú seinni er í þínum höndum og einskis annars.
-
Þegar kemur að því sem þú elskar í lífinu, ekki sætta þig við nei sem svar
-
Kveiktu á kertunum, notaðu góðu rúmfötin, gakktu með fallega skartið. Ekki spara það til sérstaks tilefnis. Dagurinn í dag er sérstakur.
-
Undirbúðu þig vel og láttu þig svo bera með straumnum
-
Vertu sérvitur í dag. Ekki bíða eftir því að verða gömul til þess að ganga í fjólubláu
-
Mikilvægast kynfærið er heilinn
-
Það stjórnar enginn þinni hamingju nema þú
-
Við hverjar einustu „hamfarir“ hugsaðu þá: Mun þetta skipta máli eftir 5 ár
-
Fyrirgefðu öllum allt
-
Hvað öðru fólki finnst um þig, kemur þér ekki við
-
Tíminn læknar nánast allt. Gefðu tímanum tíma
-
Hversu slæmar eða góðar sem aðstæðurnar eru, þá munu þær breytast
-
Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik/ur, vinir þínir munu gera það. Vertu í sambandi við vini þína
-
Trúðu á kraftaverk
-
Það sem drepur þig ekki, mun í alvöru gera þig sterkari
-
Að verða gamall/gömul er skárri kostur en að deyja ung/ur
-
Börnin þín munu bara eiga eina barnæsku. Gerðu hana eftirminnilega
-
Farðu út á hverjum degi. Kraftaverkin bíða þín í alvörunni
-
Ef við myndum öll henda vandamálunum okkar í hrúgu og sæjum vandamál annarra, myndum við grípa okkar strax aftur
-
Ekki ritskoða líf þitt. Mættu á svæðið og gerðu það besta úr aðstæðunum
-
Losaðu þig við allt sem er ekki nytsamleg, fallegt eða gleðilegt
-
Það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið, er að hafa elskað
-
Öfund er tímasóun. Þú hefur allt sem þú þarft nú þegar
-
Það besta er eftir
-
Það skiptir engu hvernig þér líður, farðu á fætur, klæddu þig og láttu sjá þig
-
Dragðu djúpt andann. Það róar hugann
-
Ef þú spyrð ekki, veistu ekki
-
Afrakstur
-
Það er ekki slaufa á lífinu en það er samt gjöf
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.