Sinaskeiðabólga

Sinaskeiðabólga er bólgusjúkdómur í sinaslíðri á innanverðum úlnlið sem veldur náladofa,verk eða brunatilfinningu í úlnlið og fingrum.

 

Orsök

Sinar sem stjórna hreyfingu fingra liggja frá beinum í úlnlið og fram í fingur. Sinarnar liggja þétt saman ásamt aðalhandartauginni, í göngum eða slíðri innanvert á úlnlið. Þegar bólga hleypur í þetta slíður þrengir að tauginni og einkenni eins og náladofi í fingrum koma fram. Sinaskeiðabólga getur einnig lagst á ökkla og axlir. Orsakir eru oft álagstengdar og geta komið fram við endurteknar einhæfar hreyfingar. Áverkar,undirliggjandi sjúkdómar eins og gigt og sykursýki geta einnig ýtt undir sinaskeiðabólgu.  Með aldrinum missa sinarnar teygjanleika sinn og þá aukast líkurnar á bólgum í sinum.

Sjá einnig: Hvað er endaþarmsskoðun?

Einkenni

  • Náladofi
  • Brunatilfinning
  • Verkir yfir úlnlið
  • Bólga yfir úlnlið og marr við hreyfingar
  • Kraftleysi í höndum

Meðferð

  • Draga úr álagi á sinarnar sem framkallar bólgu.
  • Taka reglulega hlé frá vinnu eins og tölvumúsanotkun eða leggja frá sér hamarinn. Nota kalda bakstra til að draga úr bólgu.
  • Teygja reglulega á hendi,úlnlið og fingrum
  • Nota úlnliðsspelku sem minnkar álag á úlnlið
  • Bólgueyðandi töflur
  • Sjúkraþjálfun
  • Stundum þarf að sprauta bólgueyðandi sterum í liðinn.
  • Ef ekkert af ofangreindu hjálpar er hægt að gera litla aðgerð í gegnum speglunartæki þar sem skorið er á sinar

Höfundur greinar:

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Allar færslur höfundar

SHARE