Khloe Kardashian (31) hefur gaman að því að flagga fallegum vexti sínum þessa dagana en hún hefur verið mikið í ræktinni að undanförnu. Hún prýðir forsíðu Complex í ágúst/september blaðinu og þykir ansi kynþokkafull á þeim myndum.
Khloe situr fyrir olíuborin og fín á þessum myndum, með nánast beran botninn.
Khloe ákvað svo að birta „óunna“ mynd af sér í gær á Instagram þar sem hún hafði fengið nóg af neikvæðu röddunum á netinu:
Þessi er fyrir ykkur sem setjið alltaf út á allt og getið ekki gefið mér neitt „kredit“ fyrir það hvað ég hef verið dugleg í ræktinni alla daga! Þessi til vinstri er óunnin mynd úr myndavélinni á tökudaginn. Þessi til hægri er unnin. Já húðin er slétt og skuggunum hefur fækkað en mér finnst ég samt líta mjög vel út á þeirri vinstri, með göllum og öllu. 🙊❤️💋 Hæ hatarar!!! Smellið á myndina ég veit þig langar það 😝”
Khloe segist þakka Kim Kardashian fyrir að hafa hvatt hana til að fara í þessa myndatöku.
Hún segist hafa verið mjög hikandi en Kim hafi látið hana gera þetta og hún hafi fengið aukna trú á sjálfa sig.